Segir evruna forgangsatriði

Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, fyrir utan forsetahöllina.
Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, fyrir utan forsetahöllina. Reuters

Nýr forsætisráðherra Grikkja, Lucas Papademos, segir það forgangsatriði nýrrar samsteypustjórnar að tryggja samstöðu um að halda Grikklandi innan evrusvæðisins. Þær ákvarðanir sem stjórnin tæki hefði afgerandi áhrif á grískan almenning, sagði Papadeomos og bætti við að evran væri lykilatriði til að tryggja velmegun.

Papademos hefur sagt að það fyrsta sem ný ríkisstjórn þurfi að gera sé að fá samþykktan 130 milljarða evra björgunarpakka sem Evrópusambandsleiðtogar samþykktu að veita Grikkjum í síðasta mánuði og uppfylla þau skilyrði sem honum tengjast. Þar á meðal grípa til nýrra niðurskurðaraðgerða en grískur almenningur hefur tekið þeim niðurskurðaraðgerðum, sem þegar hafa verið tilkynntar, afar illa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert