Silvio Berlusconi hefur formlega sagt af sér embætti sem forsætisráðherra Ítalíu. Í kvöld tilkynnti hann Giorgio Napolitano, forseta landsins, um afsögn sína, sem forsetinn samþykkti.
Talið er að forsetinn muni útnefna hagfræðinginn Mario Monti sem eftirmann Berlusconis.
Þegar neyðarástand skapaðist á evrusvæðinu þá glataði Berlusconi stuðningi meirihlutans á þinginu. Hann hét því að segja af sér um leið og þingið væri búið að samþykkja nýjar aðgerðir um aðhald í ríkisfjármálmum.
Fjölmenni kom saman við forsetahöllina í Róm í kvöld og fagnaði fólkið brotthvarfi ráðherrans. Margir kölluðu „Trúður!“ þegar Berlusconi gekk inn í forsetahöllina og þegar hann yfirgaf hana.
Berlusconi sagði við blaðamenn hann væri ekki sáttur við þessi hróp og köll að sér.
Frá tímum seinna stríðs þá hefur enginn hefur gegnt embætti forsætisráðherra á Ítalíu eins lengi og Berlusconi. Undanfarna mánuði og ár hafa spillingarmál einkennt valdatíð hans.
Þegar ráðherrann glataði meirihlutanum á þinginu sl. þriðjudag, þá hét hann að segja af sér þegar þingmenn væru búnir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar.