Hrun evrunnar yrði hörmulegt

Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Breta.
Tony Blair, fyrrum forsætisráðherra Breta. Reuter

Fyrrum forsætisráðherra Breta, Tony Blair, varaði við því í dag að afleiðingar þess að evrusvæðið leystist upp yrðu hörmulegar og hvatti Evrópu til þess að grípa fljótt til aðgerða til þess að styðja við gjaldmiðilinn.

Blair sagði að evrópskra leiðtoga biðu erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir og að nauðsynlegt væri að koma á trúverðugu kerfi til langs tíma til þess að binda enda á kreppuna í Evrópu. Evrópskar stofnanir, þeirra á meðal Seðlabanki Evrópu, þyrftu að fylkja sér að baki evrunnar ætti hún að lifa af.

Sagði Blair að aldrei hefði verið erfiðara að vera leiðtogi en nú.

Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, var hann spurður að því hvort rétt hefði verið af Gordon Brown, sem var fjármálaráðherra í stjórnartíð Blair, að berjast á móti því að Bretar tækju upp evruna.

„Hann hafði rétt fyrir sér en ég vill þó taka það fram að ég var ekki hlynntur upptöku evru nema efnahagslegar aðstæður væru réttar,“ svaraði Blair.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert