Ítalía sinni aftur burðarhlutverki

Mario Monti hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn á …
Mario Monti hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu. Reuter

Mario Monti, fyrr­um fram­kvæmda­stjórn­ar­maður hjá Evr­ópu­sam­band­inu, sagði í dag að Ítal­ía myndi kom­ast í gegn­um skuldakrepp­una og verða stór­veldi inn­an Evr­ópu á ný. Um­mæl­in lét Monti falla eft­ir að for­seti lands­ins, Gi­orgio Na­politano, fól hon­um að mynda nýja rík­is­stjórn.

„Ítal­ía verður að verða styrk­ur á ný en ekki veik­leiki fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið, sem við átt­um þátt í því að stofna og inn­an hvers við ætt­um að vera í burðar­hlut­verki,“ sagði hinn 68 ára gamli hag­fræðipró­fess­or.

Monti sagði enn frem­ur að hann myndi vinna af krafti að því að koma land­inu út úr aðstæðum sem bæru merki þess að vera neyðarástand en Ítal­ía gæti yf­ir­stigið með sam­einuðu átaki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert