Monti falin stjórnarmyndun

Mario Monti er fyrrverandi framkvæmdastjóri ESB og hagfræðiprófessor.
Mario Monti er fyrrverandi framkvæmdastjóri ESB og hagfræðiprófessor. Reuters

Mario Monti, fyrrverandi framkvæmdastjórnarmaður hjá Evrópusambandinu, var kallaður á skrifstofu Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, í dag. Þess var vænst að honum yrði falið að mynda nýja ríkisstjórn embættismanna.

Monti er 68 ára gamall og fyrrverandi hagfræðiprófessor. Forseti Ítalíu hefur haldið marga fundi með leiðtogum þingsins í dag um myndun nýrrar ríkisstjórnar embættismanna.

Silvio Berlusconi, sem sagði af sér embætti forsætisráðherra í gær, sagðist mundu styðja nýja embættismannastjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka