Upphafskona Bleika borðans látin

Út um allan heim er október tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini …
Út um allan heim er október tileinkaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini og konur og menn út um allan heim kaupa og bera Bleika borðann til styrktar átakinu. Reuter

Evelyn Lau­der, tengda­dótt­ir snyrti­vörujöf­urs­ins Estée Lau­der, lést á heim­ili sínu í gær, 75 ára að aldri, en hún hafði um tíma bar­ist við krabba­mein í legi. Það voru Evelyn og vin­kona henn­ar, Al­ex­andra Penn­ey, sem voru upp­hafs­kon­ur Bleika borðans, ár­vekn­i­her­ferðar gegn brjóstakrabba­meini, sem þær hrundu fyrst af stað 1992.

Lau­der greind­ist með brjóstakrabba­mein 1989 og í upp­hafi greiddu hún og maður­inn henn­ar, Leon­ard Lau­der, fyr­ir litlu bleiku borðana sem seld­ir voru í snyrti­vöru­versl­un­um til styrkt­ar bar­átt­unni gegn brjóstakrabba­meini.

„Það hafði ekk­ert verið fjallað um brjóstakrabba­mein, en röð at­vika; bleiki borðinn, lit­ur­inn, um­fjöll­un­in, sam­starfið við El­iza­beth Hurley, Estée Lau­der-aug­lýs­ing­ar í fjölda tíma­rita og viðleitni mín til að fá vini mína sem eru heilsu- og feg­urðarrit­stjór­ar til að skrifa um brjóstakrabba­mein - þetta fékk fólk til að tala,“ sagði Lau­der eitt sinn í viðtali.

Lau­der, sem fædd­ist í Vín en flúði ásamt for­eldr­um sín­um til Banda­ríkj­anna í seinni heimstyrj­öld­inni, var einnig stofn­andi rann­sókn­ar­sjóðsins Bre­ast Cancer Rese­arch Foundati­on, sem safnað hef­ur meira en 350 millj­ón­um doll­ara til rann­sókna á brjóstakrabba­meini.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert