Breivik brosti í réttarsalnum

Torkjel Nesheim, dómari í dómhúsinu í Ósló í dag.
Torkjel Nesheim, dómari í dómhúsinu í Ósló í dag. Reuters

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Brevik brosti þegar hann mætti í réttarsal í morgun. Í salnum voru nokkrir sem lifðu af árásina í Útey í sumar. Dómari þurfti margoft að stöðva Breivik og minna hann á að svara eingöngu þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hann.

Breivik var klæddur í dökkum fötum og hvítri skyrtu.  Það vakti athygli að hann stóð ekki upp þegar dómarinn gekk í salinn. Um 300 manns voru í réttarsalnum en ekki var hægt að koma öllum fyrir þar sem höfðu áhuga á að fylgjast með réttarhaldinu. Fjölmiðlum var bannað að birta myndir af Breivik í réttarsalnum.

„Ég er riddari og yfirmaður í hinni norsku andspyrnuhreyfingu. Ég mótmæli óhlutdrægni þinni. Þú ert fulltrúi fjölmenningar,“ sagði Breivik við dómarann. Hann sagðist viðurkenna að hafa gert það sem hann er sakaður um, en að ekki ætti að refsa honum fyrir morðin.

Sumir þeir sem voru í Útey sögðu í morgun að það væri mikilvægt fyrir þau að geta horfst í augu við Breivik án þess að þurfa að óttast að hann gæti skaðað þau.

Undir lok dómþingsins bað Breivik um orðið og sagði: „Ég sé að aðstandendur eru viðstaddir. Má ég beina orðum til þeirra?"  „Nei, það máttu ekki," svaraði dómarinn.

Héraðsdómurinn í Ósló þarf að taka ákvörðun um hvort gæsluvarðhald yfir Anders Behring Breivik verði framlengt.

Breivik myrti 77 manns í miðborg Ósló og í Útey þann 22. júlí í sumar.

Breivik var fluttur í hvítri smárútu úr fangelsinu í Bærum …
Breivik var fluttur í hvítri smárútu úr fangelsinu í Bærum til dómhússins í Ósló. Reuters
Anders Behring Breivik kemur til dómhússins í lögreglufylgd í morgun.
Anders Behring Breivik kemur til dómhússins í lögreglufylgd í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka