Finnskur fyrrverandi ráðherra fyrir rétti

Ilkka Kanerva.
Ilkka Kanerva.

Ilkka Kanerva gegndi embætti utanríkisráðherra Finnlands um tíma en neyddist til að segja af sér vegna hneykslismáls árið 2008. Hann varð þá uppvís að því að hafa sent nektardansmey hundruð dónaleg SMS úr vinnusíma sínum.

Kanerva, sem er 63 ára, er sakaður um að hafa tekið við gjöfum, sem metnar eru á um 8 milljónir króna, frá fjórum kaupsýslumönnum. Voru kaupsýslumennirnir þakklátir fyrir stuðning sem Kanerva veitti áformum þeirra um að reisa verslunarmiðstöð. Kaupsýslumennirnir fjórir eru einnig ákærðir í málinu.

Saksóknari segir, að Kanerva hafi þegið múturnar á árunum 2007 til 2008. Um hafi verið að ræða óbein framlög í kosningasjóði, húsgögn, aðgöngumiða á íþróttaviðburði og veglega veislu, sem haldin var á 60 ára afmæli Kanervas í janúar 2008. 

Afmælisveislan komst í fréttir á sínum tíma því Kaneva sleppti að mæta á mikilvægan utanríkisráðherrafund Evrópusambandsins í Brussel um Kosovo og Miðausturlönd. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka