Merkel: Staðan í Evrópu erfið

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir að staðan í Evrópu sé væntanlega sú versta frá því í seinni heimstyrjöldinni en um leið gæti kreppan þýtt breytingar í þá átt að styrkja Evrópu. 

Þetta kom fram í máli Merkel er hún ávarpaði flokksystkini sín í Kristilega demókrataflokkunum (CDU) í Leipzig í dag.

Að sögn Merkel er evran tákn um sameinaða Evrópu, frið, frelsi og hagsæld en nú sé komið að tímamótum í myndun nýrrar Evrópu. Þjóðverjar þurfi á Evrópusambandinu að halda en um 60% af útflutningi Þýskalands fer til ríkja ESB, níu milljón störf í Þýskalandi liggja þar að baki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert