Bandaríski orkurisinn Chevron tilkynnti í dag að hann myndi innsigla og hætta að nota neðansjávar olíubrunn sem lekið hefur olíu síðastliðna viku fyrir utan stendur Rio de Janeiro í Brasilíu. Talið er að um 400 tunnur af olíu hafi lekið úr brunninum á hverjum degi síðan lekans varð vart síðastliðinn þriðjudag.
Ætlunin er að umlykja brunninn með sementi og þannig bæði stöðva lekann og koma í veg fyrir að brunnurinn verði notaður aftur.
Sautján skip vinna nú að aðgerðum til að sía og hreinsa olíu af yfirborði sjávar á svæðinu í kringum brunninn.
Forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, hefur farið fram á að ítarlega rannsókn verði gerð á því hvers vegna brunnurinn fór að leka.