Áhyggjur af kjarnaljúf N-Kóreu

Kim Jong-il, leiðtogi N-Kóreu, ásamt syni sínum, Kim Jong Un.
Kim Jong-il, leiðtogi N-Kóreu, ásamt syni sínum, Kim Jong Un. Reuters

Ráðamenn í Bandaríkjunum lýstu í kvöld yfir áhyggjum sínum af kjarnakljúf sem stjórnvöld í N-Kóreu hafa boðað að taka í notkun á næstunni. Hafa N-Kóreumenn unnið að undirbúningi verkefnisins um nokkurn tíma.

Haft er eftir talsmanni utanríkisráðuneytisins að áform N-Kóreu brjóti gegn ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og séu jafnframt ekki samkvæmt samkomulagi sem gert var árið 2005 milli helstu kjarnorkuframleiðsluríkja heims um að draga úr þeim umsvifum. Um var að ræða Bandaríkin, Kína, Japan, Rússland og Kóreuríkin tvö í suðri og norðri.

Samkvæmt fréttaskeytum eru bandarískir vísindamenn sagðir hafa aðstoðað N-Kóreumenn og m.a. heimsótt kjarnorkurannsóknastöð þeirra í Pyongyang fyrir ári síðan. Vilja Bandaríkjamenn að þessari stöð verði lokað áður en viðræður ríkjanna sex geti hafist að nýju. Yfirvöld í N-Kóreu hafa ekki viljað fallast á það, þau séu tilbúin til viðræðna að nýju án allra skilyrða eða skuldbindinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert