Danir hafna evrunni

Danir hafa lítinn áhuga á því að láta krónuna af …
Danir hafa lítinn áhuga á því að láta krónuna af hendi fyrir evruna Reuters

Danir hafa ekki áhuga á að taka upp evruna ef marka má nýja skoðanakönnun sem Jyllands Posten birti í gærkvöldi. Alls eru 63,2% aðspurðra á móti upptöku evrunnar.

Er andstaða Dana meðal annars rakin til skuldakreppunnar á evrusvæðinu en þetta er mesta andstaða sem mælst hefur meðal Dana varðandi upptöku evru í langan tíma.

Ráðherra Evrópumála, Nicolai Wammen, segir að ekki standi til að bera það undir kjósendur hvort þeir vilji taka upp evra.  Hann segist skila vel að Danir hafi lítinn áhuga á að taka upp evru á þessum tímapunkti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert