Mario Monti mun á morgun kl. 10 taka formlega við útnefningu sinni sem forsætisráðherra Ítalíu frá forseta landsins, Giorgio Napolitano. Ekki liggur fyrir hvort Monti muni á sama tíma tilkynna skipan ráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni.
Þegar Monti hefur kynnt nýjar ríkisstjórn þarf að sverja ráðherrana í embætti og í kjölfarið verður að fara fram atkvæðagreiðsla á þingi um traust til nýju ríkisstjórnarinnar. Hún verður samkvæmt lögum að fara fram innan tíu daga.