Angela Merkel segist tilbúin til að gefa eftir smá fullveldi til ESB

Angela Merkel á blaðamannafundi í Berlín í dag.
Angela Merkel á blaðamannafundi í Berlín í dag. FABRIZIO BENSCH

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segist tilbúin til þess að gefa eftir hluta af fullveldi Þýskalands til Evrópusambandsins í þeim tilgangi að styrkja evrusvæðið í heild sinni. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á vef Financial Times í dag.

„Þýskaland sér þörf í þessu samhengi til að sýna markaðnum og íbúum heimsins að evran muni halda áfram, að evruna verði að verja, en einnig að við séum tilbúin til að gefa eftir smá af fullveldi þjóðarinnar,“ sagði Merkel á blaðamannafundi sem hún hélt með Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, í Berlín í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert