Ekki er hægt að leyfa aðildarríkjum evrusamstarfsins að taka ákvarðanir sem varða evrusvæðið á eigin spýtur, sagði Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í dag. Sagði hann að samstöðu þýða einhvern missi sjálfstæðis.
„Við getum ekki haft sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlega peningastefnu en látið aðildarríkin um allt annað,“ sagði Rompuy meðal annars í ræðu í bænum Louvain í dag.
„En þó er þetta það sem við höfum verið að upplifa. Það þarf að samhæfa stefnur og stofnanir innan Evrópusamstarfsins,“ sagði hann. „Samstaða er skylda, ekki bara réttur."
„Samstaða innan evrusvæðisins snýst nú um nauðsyn og að komast af. Við þurfum að horfast í augu við að það þýðir missi sjálfstæðis fyrir alla, ekki aðeins fyrir þjóðirnar sem berjast í bökkum,“ sagði hann.