Einn lést í rútuslysi í Noregi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Reuter

Einn lést og tuttugu og tveir slösuðust í Noregi í nótt þegar rúta með rússneska sjómenn innanborðs ók útaf vegi og lenti á hliðinni. Þrír eru lífshættulega slasaðir.

Sjómennirnir voru á leið til Hammerfest þar sem þeir áttu að leysa af áhöfn rússnesks skips og voru á fjallvegi skammt frá áfangastaðnum þegar slysið átti sér stað.

Þrír voru fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús í Tromsö en hinir nítján á spítalann í Hammerfest.

Ekki er vitað hvernig slysið atvikaðist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert