Svisslendingar fá um áramótin að rækta kannabisplöntur án þess að eiga á hættu að lögreglan komi í heimsókn.
Svissneska blaðið Le Matin segir frá þessu í dag. Nýju reglunum, sem munu gilda í kantónunum Vaud, Neuchâtel, Genf og Fribourg, er ætlað að koma í veg fyrir ólöglega maríjúanasölu á götunni.
Einungis er heimilt að rækta kannabis til eigin nota og því má hver einstaklingur aðeins rækta fjórar kannabisplöntur. Búi fjórir fullorðir í sama húsi mega þeir rækta 16 plöntur.
Alls eru 26 kantónur í Sviss og aðeins verður löglegt að rækta kannabis í fjórum þeirra, eins og áður sagði.