Rannsóknir á svæði í Norður-Noregi í sumar benda til þess að þar sé að finna talsvert magn af gulli í jörðu.
Þá benda rannsóknirnar, sem gerðar voru með flugvélum, til þess að frumefnið tóríum finnist einnig í jörðu í Troms. Þetta er mjög eftirsótt efni sem hægt verður að nota sem eldsneyti í næstu kynslóð kjarnorkuofna, að því er kemur fram á vef Aftenposten.