SAS-vél lenti á fugli

Flug­vél frá nor­ræna flug­fé­lag­inu SAS, sem hélt frá Þránd­heimi í Nor­egi í morg­un áleiðis til Teneri­fe, flaug á fugl skömmu eft­ir flug­tak.

Fram kem­ur á vef Af­ten­posten, að þegar þetta ger­ist eigi að lenda flug­vél­um strax og kanna skemmd­ir. En vegna þess hve mikið eldsneyti var í tönk­um vél­ar­inn­ar gat hún ekki lent í Þránd­heimi aft­ur. Þess í stað flaug vél­in nokkra hringi milli Þránd­heims og Var­næs með nef­hjólið niðri en lenti síðan á Gardemoen­flug­velli um ein­um og hálf­um tíma eft­ir flug­takið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert