Enn engin ríkisstjórn í Belgíu

Elio Di Rupo, leiðtogi belgíska Sólíalistaflokksins, leiðir stjórnmyndunarviðræðurnar í Belgíu …
Elio Di Rupo, leiðtogi belgíska Sólíalistaflokksins, leiðir stjórnmyndunarviðræðurnar í Belgíu en þær ganga heldur brösuglega. Reuters

Ekki tókst að ná sam­komu­lagi um sam­steypu­stjórn í Belg­íu um helg­ina, ekki frek­ar en und­an­farna 500 daga sem liðnir eru frá kosn­ing­um í land­inu. Sex helstu stjórn­mála­flokk­ar settu auk­in kraft í end­ur­nýjaðar stjórn­mynd­un­ar­viðræður um helg­ina en ár­ang­ur­inn var eng­inn.

Leiðtogi Sósí­al­ista­flokks­ins, Elio Di Rupo, sem leiðir viðræðurn­ar og er jafn­framt tal­inn lík­leg­ast­ur til að verða for­sæt­is­ráðherra, lýs­ir ástand­inu sem „drama­tísku“ í belg­ísk­um fjöl­miðlum í dag. Viðræðurn­ar hafa dreg­ist vik­um sam­an og í gær hljóp snurða á þráðinn vegna ágrein­ings milli vinstri og hægri flokka um efna­hags­mál.

Sett­ur for­sæt­is­ráðherra, Yves Leterme, og Evr­ópuráð Evr­ópu­sam­bands­ins, hafa ít­rekað kallað eft­ir sam­komu­lagi um efna­hags­stefnu Belg­íu til að binda endi á fjár­laga­hall­ann en klofn­ing­ur er í nálg­un stjórn­mála­flokk­anna sex um það hvernig eigi að fram­kvæma áætlaðan niður­skurð upp á 11,3 millj­arða evr­ur fyr­ir næsta ár og 20 millj­arða fyr­ir árið 2015.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert