Enn engin ríkisstjórn í Belgíu

Elio Di Rupo, leiðtogi belgíska Sólíalistaflokksins, leiðir stjórnmyndunarviðræðurnar í Belgíu …
Elio Di Rupo, leiðtogi belgíska Sólíalistaflokksins, leiðir stjórnmyndunarviðræðurnar í Belgíu en þær ganga heldur brösuglega. Reuters

Ekki tókst að ná samkomulagi um samsteypustjórn í Belgíu um helgina, ekki frekar en undanfarna 500 daga sem liðnir eru frá kosningum í landinu. Sex helstu stjórnmálaflokkar settu aukin kraft í endurnýjaðar stjórnmyndunarviðræður um helgina en árangurinn var enginn.

Leiðtogi Sósíalistaflokksins, Elio Di Rupo, sem leiðir viðræðurnar og er jafnframt talinn líklegastur til að verða forsætisráðherra, lýsir ástandinu sem „dramatísku“ í belgískum fjölmiðlum í dag. Viðræðurnar hafa dregist vikum saman og í gær hljóp snurða á þráðinn vegna ágreinings milli vinstri og hægri flokka um efnahagsmál.

Settur forsætisráðherra, Yves Leterme, og Evrópuráð Evrópusambandsins, hafa ítrekað kallað eftir samkomulagi um efnahagsstefnu Belgíu til að binda endi á fjárlagahallann en klofningur er í nálgun stjórnmálaflokkanna sex um það hvernig eigi að framkvæma áætlaðan niðurskurð upp á 11,3 milljarða evrur fyrir næsta ár og 20 milljarða fyrir árið 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert