Obama styður Papademos

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lýsti yfir stuðningi við nýjan forsætisráðherra Grikklands, Lukas Papademos, í síma í dag og þakkaði honum fyrir að taka að sér slíkt ábyrgðarstarf á tvísýnum tímum. 

Obama segir að Bandaríkin standi á bak við grísk stjórnvöld sem berjast nú við að innleiða breytingar svo ríkið uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrir láni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Grikkir þurfa að fá greidda út átta milljarða evra frá ESB og AGS fyrir 15. desember nk að öðrum kosti tæmist ríkiskassinn. 

Papademos átti fyrr í dag fund með forsesta framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, um til hvaða ráða Grikkir þyrftu að grípa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert