300 milljónir blogga í Kína

Merki Weibo.
Merki Weibo. mbl.is

Yfir 300 milljónir Kínverja blogga á örbloggum, en eftir að kínversk yfirvöld lokuðu fyrir Twitter notkun í landinu árið 2009 hafa sprottið um kínverskar útgáfur, sem ganga undir nafninu Weibo. Þeim Kínverjum fjölgar dag frá degi sem tjá reiði sína og óánægju í garð stjórnvalda á örblogginu og stjórnvöld lýstu því yfir í október að lögregla hefði haft hendur í hári allnokkurra einstaklinga fyrir að hafa „breitt út slúður“ í netheimum.

Yfirvöld reyna að setja hömlur og fylgjast með því sem fram fer á örblogginu, en það er nánast ómögulegt.

Tvö fjarskiptafyrirtæki í opinberri eigu, China Telecom og China Unicom, hafa verið sökuð um að einoka netþjónustu í Kína og hefur rannsókn farið fram undanfarna mánuði á því hvort eitthvað sé hæft í því. Fyrirtækin eru með um 2/3 allrar netþjónustu í landinu.

China Unicom segist bjóða upp á netþjónustu sem er vottuð af hinu opinbera og hefur ekki farið leynt með að það veiti yfirvöldum ýmsar upplýsingar.

Meðalhraði á breiðbandsþjónustu í Kína er minna en 1/10 af því sem gerist í ýmsum löndum á borð við Bandaríkin, Bretland og Japan. Þrátt fyrir það er netsamband afar dýrt, en það kostar um  3-4 sinnum meira en víða annars staðar í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert