315 ára fangelsi

Karl­maður í Indi­ana í Banda­ríkj­un­um var dæmd­ur í 315 ára fang­elsi í dag fyr­ir að fram­leiða og dreifa svo­nefndu barnaklámi.

Maður­inn, sem heit­ir Dav­id Bost­ic og er 25 ára, játaði að hafa tekið mynd­ir af fimm börn­um, öll­um yngri en fjög­urra ára, og það yngsta var tveggja mánaða. Hann dreifði mynd­un­um síðan á net­inu.

Talsmaður banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar seg­ir, að um sé að ræða eitt al­var­leg­asta mál af þessu tagi, sem stofn­un­in hafi rann­sakað. Joseph Hog­sett, sak­sókn­ari í Indi­ana, sagði að Bost­ic væri meðal hættu­leg­ustu glæpa­manna, sem hefðu verið dregn­ir þar fyr­ir dóm.

„Eng­inn fang­els­is­dóm­ur get­ur dregið úr þeim þján­ing­um, sem Bost­ic hef­ur valdið,“ sagði Lanny Br­eu­er, aðstoðardóms­málaráðherra Banda­ríkj­anna. „En dóm­ur­inn í dag send­ir skýr boð um að harðar refs­ing­ar bíða þeirra sem níðast á börn­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert