Fundu tvo milljarða og vopn í skyndileit

Hermennirnir fundu 15 milljónir dollara í hefðbundnu eftirliti í Tijuana …
Hermennirnir fundu 15 milljónir dollara í hefðbundnu eftirliti í Tijuana í Mexíkó. STRINGER/MEXICO

Hermenn í Mexíkó duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir framkvæmdu skyndileit í bíl einum í borginni Tijuana, skammt frá landamærunum að Bandaríkjunum, og fundu þar falda tæpa tvo milljarða króna í reiðufé auk skartgripa, vopna og fíkniefna.

Fengurinn tilheyrði að öllum líkindum einum af hinum alræmdu fíkniefnahringjum landsins, að sögn varnarmálaráðuneytisins. Embættismenn buðu í dag fjölmiðlum að ljósmynda féð og sögðu að þeir teldu að flytja hefði átt peningana í ákveðið hús sem meðlimir í glæpagengi Joaquin Guzmans, oft kallaður El Chapo (ísl. stutti), notuðu. Guzman er ofarlega á lista yfir eftirlýsta menn í Mexíkó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert