Hóta verkfalli hjá ESB

Nóg er að sýsla í Brussel þessa dagana. Jose Manuel …
Nóg er að sýsla í Brussel þessa dagana. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Reuters

Stétt­ar­fé­lög starfs­manna Evr­ópu­sam­bands­ins hafa ít­rekað hót­un sína um verk­fall eft­ir að samn­ingaum­leit­an­ir við fram­kvæmda­stjórn­ina um breyt­ing­ar á laun­um og eft­ir­laun­um fóru út um þúfur.

Full­trú­ar stétt­ar­fé­lag­anna segja að fram­kvæmda­stjórn­in beri ábyrgð á að skyndi­lega slitnaði upp úr viðræðum en þær hafa staðið yfir frá því í sept­em­ber. Það hafi gerst vegna þrýst­ings rík­is­stjórna aðild­ar­ríkja um að draga enn meira úr út­gjöld­um en áformað var.

Ell­efu stétt­ar­fé­lög standa sam­an að aðgerðum. Fram­kvæmda­stjóri þess stærsta seg­ir að ef full­trúi fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar hefji ekki viðræður á ný muni starfs­menn fara í verk­fall.

Áður hafa þau hótað eins dags verk­falli á tíma­bil­inu frá 23. nóv­em­ber til 17. des­em­ber sem myndi lama starf­semi Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert