Hóta verkfalli hjá ESB

Nóg er að sýsla í Brussel þessa dagana. Jose Manuel …
Nóg er að sýsla í Brussel þessa dagana. Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Reuters

Stéttarfélög starfsmanna Evrópusambandsins hafa ítrekað hótun sína um verkfall eftir að samningaumleitanir við framkvæmdastjórnina um breytingar á launum og eftirlaunum fóru út um þúfur.

Fulltrúar stéttarfélaganna segja að framkvæmdastjórnin beri ábyrgð á að skyndilega slitnaði upp úr viðræðum en þær hafa staðið yfir frá því í september. Það hafi gerst vegna þrýstings ríkisstjórna aðildarríkja um að draga enn meira úr útgjöldum en áformað var.

Ellefu stéttarfélög standa saman að aðgerðum. Framkvæmdastjóri þess stærsta segir að ef fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar hefji ekki viðræður á ný muni starfsmenn fara í verkfall.

Áður hafa þau hótað eins dags verkfalli á tímabilinu frá 23. nóvember til 17. desember sem myndi lama starfsemi Evrópusambandsins í Brussel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert