Hugsanlega olía á Drekasvæðinu

Olíuleitarbúnaður. Mynd úr myndasafni.
Olíuleitarbúnaður. Mynd úr myndasafni. Reuters

Nýj­ar rann­sókn­ir á hafs­botn­in­um suður af Jan Mayen og á Dreka­svæðinu gefa vís­bend­ing­ar um að þar sé olíu að finna, þar á meðal á þeim hluta svæðis­ins sem til­heyr­ir Íslandi.

„Sýn­in sem við tók­um á hafs­botn­in­um við Jan Mayen eru ein­stök, en þau elstu eru 260 millj­óna ára göm­ul. Niður­stöðurn­ar komu okk­ur á óvart,“ seg­ir Sis­sel Erik­sen, for­stjóri rann­sókn­ar­deild­ar norsku ol­íu­mála­stofn­un­ar­inn­ar, í viðtali við norsku frétt­asíðuna geo365.no.

„Við höfðum von­ast til að finna svona gam­alt berg um­hverf­is Jan Mayen, en átt­um ekk­ert endi­lega von á því. Við fund­um berg á ald­ur við það sem hef­ur fund­ist á Græn­landi,“ bæt­ir hún við. „Þetta þýðir að við fund­um berg­teg­und­ir sem gætu inni­haldið efni á borð við olíu og gas.“

Rann­sókn­in var unn­in 3.-19. júlí í sum­ar og var í sam­starfi við Orku­stofn­un. Þeim verður haldið áfram næsta sum­ar.

Frétt geo365.no

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert