Hugsanlega olía á Drekasvæðinu

Olíuleitarbúnaður. Mynd úr myndasafni.
Olíuleitarbúnaður. Mynd úr myndasafni. Reuters

Nýjar rannsóknir á hafsbotninum suður af Jan Mayen og á Drekasvæðinu gefa vísbendingar um að þar sé olíu að finna, þar á meðal á þeim hluta svæðisins sem tilheyrir Íslandi.

„Sýnin sem við tókum á hafsbotninum við Jan Mayen eru einstök, en þau elstu eru 260 milljóna ára gömul. Niðurstöðurnar komu okkur á óvart,“ segir Sissel Eriksen, forstjóri rannsóknardeildar norsku olíumálastofnunarinnar, í viðtali við norsku fréttasíðuna geo365.no.

„Við höfðum vonast til að finna svona gamalt berg umhverfis Jan Mayen, en áttum ekkert endilega von á því. Við fundum berg á aldur við það sem hefur fundist á Grænlandi,“ bætir hún við. „Þetta þýðir að við fundum bergtegundir sem gætu innihaldið efni á borð við olíu og gas.“

Rannsóknin var unnin 3.-19. júlí í sumar og var í samstarfi við Orkustofnun. Þeim verður haldið áfram næsta sumar.

Frétt geo365.no

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka