Tillögur ESB kynntar í dag

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Reuters

Fram­kvæmda­stjórn ESB mun í dag kynna til­lög­ur að aðgerðum um að taka á skulda­vanda evru­ríkj­anna. Nái til­lög­urn­ar fram að ganga fær ESB heim­ild til að fylgj­ast með fjár­laga­gerð ein­stakra ESB-ríkja. Þjóðverj­ar eru ósátt­ir við hug­mynd­ir um upp­töku evru­skulda­bréfa.

Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB mun skýra frá til­lög­un­um síðar í dag, ásamt Olli Rehn sem fer með efna­hags­mál hjá fram­kvæmda­stjórn­inni.

Til­lög­ur fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar fela m.a. í sér upp­töku evru­skulda­bréfa, en það eru rík­is­skulda­bréf sem öll evru­rík­in eru ábyrg fyr­ir, óháð því hvort þau eiga í skulda­vanda eða ekki.

Að auki mun ESB hafa heim­ild til að fylgj­ast með fjár­laga­gerð ein­stakra ríkja sam­bands­ins og hef­ur einnig heim­ild til að krefjast breyt­inga á þeim. Þjóðverj­ar eru afar and­snún­ir þess­um til­lög­um og eru hrædd­ir um að þurfa að borga brús­ann, en hag­kerfi Þýska­lands er það stærsta í Evr­ópu og þar er láns­kostnaður lægst­ur.

„Ef umræða af þessu tagi á að fara fram, þá er meira viðeig­andi að það ger­ist þegar krepp­an fer að líða und­ir lok. Þess vegna tel ég ekki rétt að við ræðum þessi mál­efni núna, í miðpunkti erfiðleik­anna,“ sagði Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands í gær.

Auk Grikk­lands, Írlands og Portúgal, sem þurftu á víðtækri aðstoð ESB að halda hafa Frakk­land, Ítal­ía og Spánn einnig átt í mikl­um erfiðleik­um. Nú eru blik­ur á lofti í Belg­íu, en þar hef­ur verið stjórn­ar­kreppa í eitt og hálft ár.

Til­lög­ur fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar verða síðan að öll­um lík­ind­um rædd­ar á fundi leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna sem fyr­ir­hugaður er þann 9. des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert