Forsetinn fékk ekki jólakort frá Cameron

Ólafur Ragnar Grímsson forseti fékk ekki jólakort frá David Cameron, …
Ólafur Ragnar Grímsson forseti fékk ekki jólakort frá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Reuters

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fékk ekkert jólakort frá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í fyrra og er það rakið til deilna Íslendinga og Breta um Icesave. Ólafur Ragnar var ekki einn um að vera snupraður því að Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, fékk heldur ekkert kort.

Breska blaðið The Daily Mail segir frá þessu og byggir á gögnum sem það fékk afhent samkvæmt breskum upplýsingalögum. Alls sendi skrifstofa breska forsætisráðherrans 1.410 jólakort um síðustu jól, þar á meðal 88 til þjóðarleiðtoga um allan heim.

Allir leiðtogar Evrópusambandslandanna fengu jólakort og allir leiðtogar NATO-landa fyrir utan Ísland og Króatíu. Þykir listinn yfir hverjir fengu jólakort og hverjir ekki benda til hverjir séu í náð breskra stjórnvalda um þessar mundir og hverjir ekki.

Þannig fékk Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, jólakort þó að Pútín hafi ekkert fengið. Aðrir leiðtogar sem fengu ekki kort voru til dæmis Hugo Chávez, forseti Venesúela, Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, og Robert Mugabe, forseti Simbabve.

Umfjöllun Daily Mail um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert