Hugðist elda eiginmann sinn

Lögreglan í Pakistan handtók í morgun konu sem hafði myrt eiginmann sinn og var í þann mund að elda sundurlimaðan líkama hans. Maðurinn hafði nýverið tilkynnt henni að hann hygðist ganga að eiga aðra konu, án hennar leyfis.

Fólkið er múslímatrúar og því er fjölkvæni leyfilegt. Samkvæmt íslömskum lögum ber eiginmanni að fá leyfi hjá fyrstu eiginkonu sinni, hyggist hann ganga að eiga fleiri konur. Lítil eftirfylgni mun þó vera með því að því sé framfylgt.

Frændi konunnar var henni til aðstoðar við morðið og að hluta líkama mannsins sundur. Þau voru handtekin í eldhúsi konunnar, umkringd skálum með líkamsleifum hins myrta, þar sem þau hugðust matreiða hann.

Pakistanskar sjónvarpsstöðvar sýndu myndir af líkamsleifunum og vöktu þær óhug margra.

Lögreglustjóri staðarins segir að tvær ástæður gætu verið fyrir því að konan hugðist elda líkama eiginmanns síns. Annars vegar í því skyni að eyða öllum sönnunargögnum, hins vegar vegna djúpstæðs haturs á honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka