Landfestar skipa slitna í Færeyjum

Færeyskir fjölmiðlar hafa birt þessa mynd frá slökkviliðinu í Fuglafirði …
Færeyskir fjölmiðlar hafa birt þessa mynd frá slökkviliðinu í Fuglafirði af báti sem slitnaði upp.

Ofsa­veður er nú í Fær­eyj­um og hafa land­fest­ar að minnsta kosti tveggja skipa slitnað í veður­hamn­um. Að sögn fær­eyskra fjöl­miðla hef­ur vind­hraðinn farið upp í 54 metra á sek­úndu en er nú að jafnaði 30-38 metr­ar á sek­úndu.

Fram kem­ur á vefn­um oli­vant.fo, að land­fest­ar báta hafi slitnað bæði í  Fuglaf­irði  og Skálaf­irði.

Lög­regl­an í Þórs­höfn hef­ur fengið yfir 100 til­kynn­ing­ar um foktjón í Fær­eyj­um í kvöld.

Óveðurs­lægð er nú á milli Íslands og Fær­eyja og stefn­ir á Nor­eg. Hef­ur norska veður­stof­an gefið lægðinni nafnið Ber­it.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert