Ef Ítalía lendir í greiðslufalli er það merki um endalok evrunnar, segja þau Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu ítalska forsætisráðherrans, Marios Montis.
Monti átti fund með Sarkozy og Merkel í Strassborg í gær og segir í tilkynningu frá skrifstofu Montis að þau geri sér grein fyrir því að fall Ítalíu myndi óhjákvæmilega þýða endalok evrunnar. Slíkt stórslys myndi stöðva framgang samþættingar Evrópu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.