Gæti þýtt endalok evrunnar

Angela Merkel og Nicolas Sarkozy
Angela Merkel og Nicolas Sarkozy Reuters

Ef Ítalía lendir í greiðslufalli er það merki um endalok evrunnar, segja þau Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu ítalska forsætisráðherrans, Marios Montis.

Monti átti fund með Sarkozy og Merkel í Strassborg í gær og segir í tilkynningu frá skrifstofu Montis að þau geri sér grein fyrir því að fall Ítalíu myndi óhjákvæmilega þýða endalok evrunnar. Slíkt stórslys myndi stöðva framgang samþættingar Evrópu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert