Íbúar ríkja Evrópusambandsins hafa meiri áhyggjur af efnahagskreppunni sem geisar innan þess en hryðjuverkum ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem framkvæmdastjórn sambandsins birti í dag. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.
Samkvæmt niðurstöðunum telja 44% efnahagskreppuna vera mestu ógnina við öryggi íbúa ESB en 33% sögðust óttast hryðjuverk mest. Þá nefndi 21% skipulagða glæpastarfsemi og 16% straum ólöglegra innflytjenda.