Forsetakosningar munu fara fram í Rússlandi þann 4. mars næstkomandi. Frá þessu greinir í tilkynningu frá efri deild rússneska þingsins. Þing landsins samþykkti dagsetninguna einróma.
Dmitry Medvedev, forseti landsins, mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs, en Vladimir Putin, forsætisráðherra sem áður gegndi forsetaembættinu, býður sig fram og er talinn sigurstranglegur.
Þingkosningar verða í landinu 4. desember og er flokki Putins, Sameinað Rússlandi, spáð sigri.