Að minnsta kosti 25 eru látnir í átökum milli múslíma og kristinna í Nígeríu í vikunni að því er Afp hefur eftir bæjarráðsmanninum Pam Choji, sem sjálfur missti fjögur börn sín í sprengjuárás. Fjöldaútför var haldin í dag í bænum Jos.
Haft er eftir talsmanni hersins að yfir 160 manns hafi verið handtekin vegna blóðugra átaka sem hófust fyrir nokkrum dögum. Nígería er fjölmennasta ríki Nígeríu en í norðurhluta landsins búa múslímar og kristnir í suðri.
Svæðið sem skilur milli landshlutanna hefur verið þjakað stöðugum átökum milli trúarhópa sem telja sig eiga tilkall til svæðisins. Á undanförnum árum hafa þúsundir fallið í slíkum trúardeilum, m.a. féllu tugi manna í sprengjuárás á jólakvöld árið 2010.