Dómstóll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt mann í þriggja ára fangelsi fyrir skrif á bloggsíðu sinni. Fjórir aðrir fengu tveggja ára dóm fyrir sín skrif.
Mennirnir voru dæmdir fyrir að móðga leiðtoga landsins og til að nota netið til að hverja til mótmæla gegn stjórn landsins. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt réttarhöldin yfir mönnunum og krafist þess að þeir verði leystir strax úr haldi.