Stór hengibrú hrundi

A.m.k. fjórir menn fórust þegar hengibrú á eyjunni Borneó í Indónesíu hrundi. Nítján menn slösuðust.

Brúin er 705 metrar á lengd og tengir saman borgirnar Tanggaring og Tanggaron. Hún var byggð árið 2001 og er hönnuð svipað og Golden Gate brúin í San Francisco í Bandaríkjunum.

Verið var að gera við brúna þegar hún hrundi og var hún því lokuð fyrir umferð. Um 100 manns sem unnu að viðgerð á brúnni voru á henni þegar hún hrundi.

Brúin er mikið skemmd.
Brúin er mikið skemmd. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert