AGS á ekki í viðræðum við Ítali

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kveðst ekki eiga í viðræðum við Ítali.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kveðst ekki eiga í viðræðum við Ítali. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) neitaði því í dag að hann ætti í viðræðum við Ítali um aðstoð. „Það eru ekki neinar viðræður við ítölsk stjórnvöld um áætlun um fjármögnun AGS,“ sagði í einnar setningar yfirlýsingu frá talsmanni sjóðsins.

Yfirlýsingin kom í kjölfar fréttar ítalska dagblaðsins La Stampa þar sem gefið var í skyn að AGS gæti veitt Ítalíu aðstoð að andvirði 600 milljarða evra. Það myndi veita ríkisstjórn Marios Montis svigrúm í 12-18 mánuði til að fara í nauðsynlegan niðurskurð á fjárlögum og stuðla að efnahagsvexti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert