Nauðga körlum til að safna sæði

Konurnar notuðu smokka til að safna sæðinu.
Konurnar notuðu smokka til að safna sæðinu. Reuters

Lögregla í Simbabve telur að samtök þarlendra kvenna stundi það að nauðga karlmönnum, hugsanlega í þeim tilgangi að safna sæði þeirra til að nota í helgiathafnir sem eiga að gera fólk auðugt.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC að rannsókn málsins hafi staðið yfir lengi en í dag hefjist réttarhöld yfir þremur konum í Harare.

Eitt fórnarlambið tjáði sig í sumar undir nafnleynd við ríkissjónvarp Simbabve og lýsti því sem gerðist eftir að þrjár konur buðu honum bílfar í Harare.  

Segir hann að ein kvennanna hafi skvett vatni í andlit hans og síðan hafi þær sprautað hann með efni, sem fyllti hann af kynfýsn. Síðan stöðvuðu konurnar bílinn og létu manninn hafa samfarir við sig nokkrum sinnum. Þær notuðu smokka til að safna sæðinu. Maðurinn segist síðan hafa verið skilinn eftir á víðavangi kviknakinn. 

Konurnar þrjár hafa verið ákærðar fyrir 17 líkamsárásir en í hegningarlögum Simbabve eru ekki ákvæði sem fjalla um það þegar konur nauðga körlum.

Þær voru handteknar fyrr í nóvember í bænum Gweru og lögreglan fann 31 notaðan smokk í bílnum sem þær ferðuðust í. Konurnar neita sök, segjast vera vændiskonur og hafi átt of annríkt til að henda smokkunum. 

BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar að talið sé að svipaðir kvennahópar stundi svipaða iðju um allt landið.  Talið sé að þetta tengist helgiathöfnum. Sæðið sé notað við athafnir sem eiga að auka velgengni í viðskiptum. Einnig leiki grunur á að sæðið sé selt úr landi. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka