„Vasarnir ekki ótæmandi“

Angela Merkel
Angela Merkel Reuters

Rík­is­stjórn Þýska­lands und­ir for­sæti Ang­elu Merkel kansl­ara var­ar þá, sem gera kröfu um að Þjóðverj­ar veiti öðrum ríkj­um frek­ari aðstoð, við því að vas­ar þýska rík­is­ins séu ekki ótæm­andi og að Þjóðverj­ar þurfi einnig að greiða sín­ar eig­in skuld­ir.

Talsmaður Merkel sagði við frétta­menn í dag að Þjóðverj­ar stæðu með fé­lög­um sín­um í Evr­ópu og hefðu þegar veitt gríðarlega mik­inn fjár­hags­stuðning. En þýska ríkið þyrfti einnig að sinna eig­in skuld­um. Þrátt fyr­ir að staða Þýska­lands væri góð þá væru vas­arn­ir ekki ótæm­andi. 

Ítrekað hef­ur verið óskað eft­ir því að Þjóðverj­ar leggi neyðarsjóði evru-ríkj­anna til meira fé.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert