Flugskeytum skotið á Ísrael

Ísraelski herinn brást við flugskeytaárásinni.
Ísraelski herinn brást við flugskeytaárásinni. AMIR COHEN

Flugskeytum var skotið frá Líbanon á Ísrael í morgun, að sögn ísraelska hersins. Árásinni var svarað með skothríð og þykir þetta auka enn á spennu í þessum viðkvæma heimshluta.

Þetta er í fyrsta sinn sem skotið er yfir landamærin frá því 1. ágúst síðastliðinn. Flugskeytaárásir hafa verið fátíðar frá því Ísrael fór í stríð við Hezbollah-hreyfinguna árið 2006.

Ísraelski herinn sendi frá sér yfirlýsingu. Í henni sagði að „fjöldi flugskeyta“ hafi lent í vesturhluta Galíleu án þess að valda manntjóni og að ísraelskar hersveitir hafi brugðist við með því að ráðast gegn upphafsstað árásarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert