Mikið tjón í Færeyjum

Svona var útlits í eldhúsi á Þvereyri í Færeyjum eftir …
Svona var útlits í eldhúsi á Þvereyri í Færeyjum eftir óveðrið. Gríðarlegt tjón varð víða á eyjunum. mynd/Niels Hammer

Tjón af völdum óveðursins í Færeyjum í síðustu viku gæti numið um einum milljarði íslenskra króna, að því er kom fram í færeyska þættinum Degi & Viku í gærkvöldi.

Tryggingafélagið Føroyar hefur fengið um 1.700 tjónstilkynningar og telur að tjónið geti numið um 33 milljónum færeyskra króna. Tryggingafélagið Trygd hefur fengið um 600 tjónstilkynningar og metur félagið skaðann vera um 10-12 milljónir færeyskra króna.

Talið er að enn eigi eftir að berast fleiri tilkynningar um tjón af völdum óveðursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert