Mikið tjón í Færeyjum

Svona var útlits í eldhúsi á Þvereyri í Færeyjum eftir …
Svona var útlits í eldhúsi á Þvereyri í Færeyjum eftir óveðrið. Gríðarlegt tjón varð víða á eyjunum. mynd/Niels Hammer

Tjón af völd­um óveðurs­ins í Fær­eyj­um í síðustu viku gæti numið um ein­um millj­arði ís­lenskra króna, að því er kom fram í fær­eyska þætt­in­um Degi & Viku í gær­kvöldi.

Trygg­inga­fé­lagið Føroy­ar hef­ur fengið um 1.700 tjónstil­kynn­ing­ar og tel­ur að tjónið geti numið um 33 millj­ón­um fær­eyskra króna. Trygg­inga­fé­lagið Trygd hef­ur fengið um 600 tjónstil­kynn­ing­ar og met­ur fé­lagið skaðann vera um 10-12 millj­ón­ir fær­eyskra króna.

Talið er að enn eigi eft­ir að ber­ast fleiri til­kynn­ing­ar um tjón af völd­um óveðurs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert