Vara Íran við afleiðingunum

00:00
00:00

William Hague, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands seg­ir að stjórn­völd í Íran beri al­farið ábyrgð á því að breska sendi­ráðið í Ther­an hafi ekki verið varið, en um 20 manns réðust inn í það í dag. Hann seg­ir að árás­in muni hafa af­leiðing­ar.

Sam­kvæmt alþjóðal­eg­um er það á ábyrgð stjórn­valda í hverju landi að tryggja ör­yggi sendi­ráða og starfs­manna þess. Hague sagði að þetta mál myndi hafa af­leiðing­ar fyr­ir sam­skipti ríkj­anna. Hann myndi gefa skýrslu um málið í þing­inu fljót­lega.

Breska ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur sent viðvör­un til Breta í Íran um að forðast að vera utan dyra, láta lítið fyr­ir sér fara og bíða frek­ari fyr­ir­mæla.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Írans hef­ur lýst því yfir að það harmi fram­komu lít­ils hóps manna við sendi­ráðið.

Um 20 mót­mæl­end­ur réðust inn í breska sendi­ráðið í Teher­an og fjar­lægðu breska fán­ann, sem þar var við hún. Sýnt var beint frá þessu í íraska sjón­varp­inu og sást fólkið kasta grjóti í glugga sendi­ráðsins. Einn sást klifra yfir vegg með mynd af Elísa­betu Eng­lands­drottn­ingu í fang­inu. 

Írask­ir óeirðalög­reglu­menn í full­um herklæðum fylgd­ust með en aðhöfðust ekk­ert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka