Óttast framtíð ESB

Alain Juppe
Alain Juppe Reuters

Ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Alain Juppe, seg­ir að fjár­málakrepp­an í Evr­ópu veki spurn­ing­ar um hvort Evr­ópu­sam­bandið lifi af. „Evr­ópa er í til­vist­ar­kreppu," seg­ir Juppe í viðtali við viku­ritið L'Express í dag.

Hann seg­ir ástandið vekja spurn­ing­ar um stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins, ekki bara þróun þess síðustu tutt­ugu ár frá gerð Ma­astricht sam­komu­lags­ins held­ur allt frá stofn­un þess.

Juppe seg­ir að bar­átta ríkj­anna sautján sem eru inn­an evru-svæðis­ins við gríðarlega skulda­söfn­un geti fellt evr­una og það gæti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið í heild.

Hann seg­ir að sú hætta sem er yf­ir­vof­andi vegna ört vax­andi of­beld­is­fullr­ar þjóðern­is­hyggju geri það að verk­um að það sé enn mik­il­væg­ara en áður að vernda evr­una og Evr­ópu­sam­bandið. „Við erum kom­in of langt til þess að halda ekki áfram."

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert