Delors gagnrýnir evrusamstarf

Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Jacques Delors, fyrrum forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins 1985-1995, segir að illa hafi verið staðið að evrunni í upphafi. Hann segir leiðtoga Evrópusambandsins gera of lítið og of seint til að styrkja evruna.

Þetta segir Delors í viðtali við breska dagblaðið The Telegraph í dag.

Delors segir þetta vera ástæðu þeirra þrenginga sem evrulöndin ganga nú í gegnum. „Fjármálaráðherrarnir lokuðu augunum fyrir öllu því sem þeim líkaði ekki,“ segir Delors. Hann segir að öll lönd Evrópusambandsins verði að deila ábyrgðinni á óförunum. „Allir þurfa skoða samvisku sína,“ segir hann.

Engu að síður segir hann ábyrgð Þjóðverja vera nokkru meiri en annarra vegna kröfu þeirra um að Seðlabanki Evrópu styddi ekki við skuldugustu ríki ESB, vegna ótta við að þau myndi auka verðbólgu.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti,  munu funda á mánudag til að útfæra þær breytingar sem hafa verið boðaðar á sáttmálum Evrópusambandsins.

Þær verða síðan lagðar fyrir leiðtogafund ESB 9. desember.

Viðtalið í The Telegraph

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka