Dóu eftir leðurblökubit

Suðuramerísk leðurblaka.
Suðuramerísk leðurblaka.

Að minnsta kosti átta börn í Ekvador hafa látið lífið af völdum leðurblökubits undanfarnar tvær vikur, en dýrin eru sýkt af hundaæði.

Þetta staðfesti heilbrigðisráðherra landsins, David Chiriboga, í dag.

Öll börnin voru búsett í Morona Santiago-héraðinu. Yfirvöld hafa reynt að fá íbúa til að treysta nútímalæknavísindum til að lækna börnin, en flestir foreldrarnir leituðu til  töframanna í stað lækna eftir að börnin voru bitin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert