Fjölmenn mótmæli gegn Pútín

Félagar í kommúnistaflokki Rússlands á mótmælafundi í miðborg Moskvu í …
Félagar í kommúnistaflokki Rússlands á mótmælafundi í miðborg Moskvu í kvöld.

Nokk­ur þúsund manns tóku í dag þátt í mót­mæl­um í Moskvu gegn Vla­dímír Pútín, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands, og flokki hans, sem hélt meiri­hluta í rúss­neska þing­inu í þing­kosn­ing­um í gær. 

Um er að ræða fjöl­menn­ustu mót­mælaaðgerðir stjórn­ar­and­stæðinga í Rússlandi lengi. Þeim lauk með því að lög­regla hand­tók nokkra af fund­ar­mönn­un­um. Nokk­ur hundruð manns gengu síðan í átt að höfuðstöðvum yfir­kjör­stjórn­ar Rúss­lands við Kreml en óeirðalög­regla stöðvaði göng­una og flutti fólkið á brott í rút­um. 

Talið er að 5-10 þúsund manns hafi tekið þátt í mót­mæl­un­um. Fólkið hrópaði m.a.: Rúss­land án Pútíns. 

Sam­einað Rúss­land, flokk­ur Pútíns, fékk rúm­lega helm­ing at­kvæða í þing­kosn­ing­un­um í gær. Stjórn­ar­and­stæðing­ar og kosn­inga­eft­ir­lits­menn segja að ekki hafi allt verið með felldu í kosn­ing­un­um og ýmis dæmi hafi verið um kosn­inga­svik.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka