Ráðherra táraðist yfir niðurskurði

Elsa Fornero táraðist á blaðamannafundinum í gærkvöldi.
Elsa Fornero táraðist á blaðamannafundinum í gærkvöldi. Reuters

Elsa Fornero, nýr velferðarráðherra Ítalíu, táraðist þegar hún kynnti niðurskurðaráform nýrrar ríkisstjórnar landsins, en miklar breytingar eru m.a. fyrirhugaðar á eftirlaunakerfi Ítala.

„Við urðum að... og það hefur reynst okkur afar erfitt andlega... biðja um...“ sagði Fornero á blaðamannafundi í gærkvöldi en gat ekki lokið setningunni og neyddist til að þurrka tár úr augunum.

Að sögn Reuters-fréttastofunnar lauk Mario Monti, forsætisráðherra,  setningunni fyrir ráðherrann og sagði orðið „fórnir" sem Fornero gat ekki sagt.

Samkvæmt niðurskurðaráætlun, sem stjórn Montis kynnti í gær, verður eftirlaunaaldur m.a. hækkaður á næstu árum og verður 66 ár árið 2018. Þá verður sjálfvirk vísitöluhækkun almannatryggingabóta afnumin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert