Forsætisráðherra Frakklands, François Fillon, sagði í dag að hann myndi helst vilja að nýr sáttmáli á vettvangi Evrópusambandsins, sem til stendur að koma á til þess að reyna að bjarga evrusvæðinu, yrði einskorðaður við evruríkin.
Fillon sagði samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com að reynt yrði að ná samstöðu á meðal leiðtoga allra 27 ríkja ESB á fundi leiðtogaráðs sambandsins næstkomandi föstudag en tækist það ekki myndu evruríkin 17 koma sér saman um nýjan sáttmála án þátttöku þeirra ríkja sem ekki hafa tekið upp evruna.