Evrópa gæti dregið Asíu niður

Frá Hong Kong.
Frá Hong Kong.

Neikvæð efnahagsleg áhrif skuldakreppunnar á evrusvæðinu gætu dregið úr hagvexti í Asíu á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Þróunarbanka Asíu. Er óttast að áhrifin verði veruleg.

Sagt er frá málinu á vef USA Today og byggist fréttin á uppfærðri hagvaxtarspá.

Þróunarbankinn spáir því að hagvöxtur í nýmarkaðsríkjum í Austur-Asíu verði 7,2% á næsta ári, borið saman við 7,5% vöxt árið 2011.

Fyrri talan, 7,2%, sé hins vegar í uppnámi og geti lækkað um 1,8%, eða allt að fjórðung, leiði skuldakreppan til djúpstæðrar kreppu og samdráttar í eftirspurn eftir vörum frá Asíu.

Þá er óttast að ýmis ríki Rómönsku Ameríku geti farið enn verr út úr efnahagskreppunni en Asíuríkin, enda séu þau síðarnefndu betur í stakk búin til að takast á við niðursveiflu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka