Húðstrýkja sig fyrir trúna

00:00
00:00

Múslim­ar minn­ast þess í dag, að Hus­sein, son­ar­son­ur Múhameðs spá­manns, lét lífið árið 680 í ír­ösku borg­inni Ker­bala.

Í aug­um heit­trúaðra sjía-múslima í Af­gan­ist­an og Írak er Ashura, eins og trú­ar­hátíðin er nefnd, tími sorg­ar og marg­ir þeirra húðstrýkja sig til blóðs.

Í Bangla­desh eru súnní-múslim­ar í meiri­hluta og í aug­um þeirra er þetta gleðihátíð til að fagna sigri íslamstrú­ar sem fórn Hus­seins lagði grunn­inn að. Sjít­ar húðstrýkja sig hins veg­ar þar til blæðir.

Í Bagdad, höfuðborg Íraks, skera sum­ir heit­trúaðir sjít­ar sig með sverðum svo þeir geti fundið fyr­ir sárs­auk­an­um, sem Hus­sein fann fyr­ir í bar­dag­an­um um Ker­bala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka