Húðstrýkja sig fyrir trúna

Múslimar minnast þess í dag, að Hussein, sonarsonur Múhameðs spámanns, lét lífið árið 680 í írösku borginni Kerbala.

Í augum heittrúaðra sjía-múslima í Afganistan og Írak er Ashura, eins og trúarhátíðin er nefnd, tími sorgar og margir þeirra húðstrýkja sig til blóðs.

Í Bangladesh eru súnní-múslimar í meirihluta og í augum þeirra er þetta gleðihátíð til að fagna sigri íslamstrúar sem fórn Husseins lagði grunninn að. Sjítar húðstrýkja sig hins vegar þar til blæðir.

Í Bagdad, höfuðborg Íraks, skera sumir heittrúaðir sjítar sig með sverðum svo þeir geti fundið fyrir sársaukanum, sem Hussein fann fyrir í bardaganum um Kerbala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka